Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 11:16 Kjartan Már snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi en hann hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 1. september 2014. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira