Innlent

Hundrað eldis­laxar í Hauka­dals­á, á­sakanir um sam­ráð og blóm­legt í Hvera­gerði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra N1, en ASÍ hefur gert að því skóna að olíufélögin hér á landi stundi verðsamráð, og að eldsneytisverð hér á landi lækki mun hægar en heimsmarkaðsverð.

Við förum yfir aðdraganda leiðtogafundar Donalds Trump og Vladimírs Pútín, og sjáum sláandi myndband af því þegar í brýnu sló milli leigubílstjóra og ferðamanna við Bláa lónið.

Þá verður staðan tekin á undirbúningsframkvæmdum vegna Hvammsvirkjunar, en bráðabirgðaleyfi vegna þeirra fékkst í vikunni. Svo má ekki gleyma menningunni, en við verðum í beinni útsendingu í aðdraganda afmælistónleika hljómsveitarinnar Dikta, og lítum við í Hveragerði þar sem hátíðin Blómstrandi dagar fagna 30 ára afmæli sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×