Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 22:31 Skjáskot úr myndböndum JNIM. Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Vígamenn hóps sem kallast Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sátu fyrir bílalest Africa Corps og malíska hersins þann 1. ágúst. Síðan þá hafa myndbönd af umsátrinu verið birt á netinu og sýna þau að minnsta kosti þrjú lík hvítra manna, samkvæmt frétt France24. Nokkrum sinnum í þessum myndböndum má heyra vígamenn JNIM tala um „Wagner-liða“. Málaliðar á vegum rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín eru þó farnir eða vinna fyrir Africa Corps. Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Prígósjín dó svo eins og frægt er árið 2023, þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þangað hafði auðjöfurinn ferðast til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Africa Corps hefur tekið yfir viðskipti Wagner víðsvegar um Afríku. Það gerðist svo í Malí fyrr í sumar. Sjá einnig: Wagner yfirgefur Malí í skugga mikilla árása Eftir umsátrið sendu leiðtogar JNIM út yfirlýsingu um að þeir hefðu lagt hald á eitt farartæki, sextán Kalashnikov riffla, vélbyssur, skotfæri og önnur hergögn. Rússneskir herbloggarar hafa einnig gagnrýnt Africa Corps eftir umsátrið. Einn þeirra vinsælustu sakaði forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands um að vanmeta hættuna í Afríku. Aukin umsvif og fleiri árásir Umsvif JNIM í Malí hafa aukist töluvert að undanförnu og árásum fjölgað til muna. Sérfræðingar hugveitunnar ACLED segja fjölgun árása og umfang þeirra sýna fram á að geta hryðjuverkasamtakanna hafi aukist til muna og eru vígamenn sagðir hafa sett upp vegatálma kringum tvær borgir í landinu. Árásirnar og ofbeldið, auk mannrána á erlendum verkamönnum, hefur leitt til þess að Kínverjar eru hættir námuvinnslu í Malí. JNIM intensified operations in #Mali’s southern regions in July, with violence up over 44% in Segou and 175% in Kayes. Blockades around Kayes city & Niono town, plus attacks on key industries, led China to suspend gold mining operations on 2 Aug. More: https://t.co/BfgOIv0uyS pic.twitter.com/tQSvlIOTEg— ACLED (@ACLEDINFO) August 14, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Vilja taka við af Wagner og fá peninga Africa Corps hefur nú tekið yfir samninga Wagner Group í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Fregnir bárust af því á dögunum að ráðamenn í Moskvu hafi krafist þess að ráðamönnum í Bangui, höfuðborgi Mið-Afríkulýðveldisins, að ríkið hætti viðskiptum við Wagner og að málaliðar Africa Corps tæku við af málaliðum Wagner. Þá eru Rússar sagðir hafa farið fram á að fá greiddar fúlgur fjár fyrir þjónustuna. Þetta eru ráðamenn í Bangui víst ekki til í en þeir eru sagðir telja málaliða Wagner betri en menn Africa Corps, þar sem þeir berjast með hermönnum gegn uppreisnarmönnum. Africa Corps leggur meiri áherslu á þjálfun heimamanna. Þar að auki hafa málaliðar Wagner fengið greitt með aðgengi að námum og öðrum auðlindum ríkisins. Ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins óttast að geta ekki grætt þær upphæðir sem Rússar vilja og vonast þess í stað að fá að greiða Rússum í gulli, úrani og járni. Malí Rússland Hernaður Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Vígamenn hóps sem kallast Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sátu fyrir bílalest Africa Corps og malíska hersins þann 1. ágúst. Síðan þá hafa myndbönd af umsátrinu verið birt á netinu og sýna þau að minnsta kosti þrjú lík hvítra manna, samkvæmt frétt France24. Nokkrum sinnum í þessum myndböndum má heyra vígamenn JNIM tala um „Wagner-liða“. Málaliðar á vegum rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín eru þó farnir eða vinna fyrir Africa Corps. Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Prígósjín dó svo eins og frægt er árið 2023, þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þangað hafði auðjöfurinn ferðast til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Africa Corps hefur tekið yfir viðskipti Wagner víðsvegar um Afríku. Það gerðist svo í Malí fyrr í sumar. Sjá einnig: Wagner yfirgefur Malí í skugga mikilla árása Eftir umsátrið sendu leiðtogar JNIM út yfirlýsingu um að þeir hefðu lagt hald á eitt farartæki, sextán Kalashnikov riffla, vélbyssur, skotfæri og önnur hergögn. Rússneskir herbloggarar hafa einnig gagnrýnt Africa Corps eftir umsátrið. Einn þeirra vinsælustu sakaði forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands um að vanmeta hættuna í Afríku. Aukin umsvif og fleiri árásir Umsvif JNIM í Malí hafa aukist töluvert að undanförnu og árásum fjölgað til muna. Sérfræðingar hugveitunnar ACLED segja fjölgun árása og umfang þeirra sýna fram á að geta hryðjuverkasamtakanna hafi aukist til muna og eru vígamenn sagðir hafa sett upp vegatálma kringum tvær borgir í landinu. Árásirnar og ofbeldið, auk mannrána á erlendum verkamönnum, hefur leitt til þess að Kínverjar eru hættir námuvinnslu í Malí. JNIM intensified operations in #Mali’s southern regions in July, with violence up over 44% in Segou and 175% in Kayes. Blockades around Kayes city & Niono town, plus attacks on key industries, led China to suspend gold mining operations on 2 Aug. More: https://t.co/BfgOIv0uyS pic.twitter.com/tQSvlIOTEg— ACLED (@ACLEDINFO) August 14, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Vilja taka við af Wagner og fá peninga Africa Corps hefur nú tekið yfir samninga Wagner Group í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Fregnir bárust af því á dögunum að ráðamenn í Moskvu hafi krafist þess að ráðamönnum í Bangui, höfuðborgi Mið-Afríkulýðveldisins, að ríkið hætti viðskiptum við Wagner og að málaliðar Africa Corps tæku við af málaliðum Wagner. Þá eru Rússar sagðir hafa farið fram á að fá greiddar fúlgur fjár fyrir þjónustuna. Þetta eru ráðamenn í Bangui víst ekki til í en þeir eru sagðir telja málaliða Wagner betri en menn Africa Corps, þar sem þeir berjast með hermönnum gegn uppreisnarmönnum. Africa Corps leggur meiri áherslu á þjálfun heimamanna. Þar að auki hafa málaliðar Wagner fengið greitt með aðgengi að námum og öðrum auðlindum ríkisins. Ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins óttast að geta ekki grætt þær upphæðir sem Rússar vilja og vonast þess í stað að fá að greiða Rússum í gulli, úrani og járni.
Malí Rússland Hernaður Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira