„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:30 Karl K. Ásgeirsson, formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár segir erfðablöndun hafa orðið í ánum eftir slysasleppinguna árið 2023. Karl K. Ásgeirsson Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum