Íslenski boltinn

Fáar spilað leik á þessum velli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hlín ætlar sér dolluna.
Hlín ætlar sér dolluna.

„Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag.

Þar mætir FH Blikum en Arna er fyrirliði liðsins.

FH hefur vakið mikla athygli á þessu tímabili fyrir góða spilamennsku.

„Það er allt að smella núna hjá okkur. Síðustu ár höfum við verið að spila eftir sama leikstíl og leikmenn þekkja mjög vel inn á sitt hlutverk.“

Arna segir leikinn í dag vera mjög stóran fyrir sig persónulega.

„Ég hef aldrei spilað fótboltaleik hérna á þessum velli áður og ég held að mjög fáar hafi gert það, mögulega einhverjar á Rey Cup. Við verðum að passa að spennustigið verði rétt stillt.“

Klippa: Fáar spilað leik á þessum velli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×