Erlent

Maður látinn eftir skot­á­rás við mosku í Örebro

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Örebro í dag.
Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Örebro í dag. AP/Filip Gronroos/TT

Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja.

Sá látni var 25 ára gamall karlmaður hefur sænska ríkisútvarpið eftir lögreglu. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna drápsins. Leit stendur yfir að árásarmanninum.

Vettvangur árásarinnar var girtur af og almenningur hvattur til að halda sig fjarri.

Sjónarvottur segir hafa staðið örfáum metrum frá manninum sem var skotinn til bana. Hann hafi verið á leið út úr moskunni þegar annar maður steig fram og skaut hann fjórum eða fimm sinnum.

Sænskir fjölmiðlar fjalla um að spenna hafi ríkt á milli tveggja glæpagengja í borginni að undanförnu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×