Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 13:21 Þorbjörg Sigríður er dómsmálaráðherra Viðreisnar og Sabine Leskopf er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Sabine sagðist hafa orðið vör við það að stjórnmálafólk væri að ala á ótta fólks á innflytjendum. Hún sagðist ánægð með að sinn flokkur, Samfylkingin, hefði ekki gert það fyrir síðustu kosningabaráttu, þó skiptar skoðanir væru innan flokksins. „Ég er Samfylkingarkona og ég hef haft orð á þessu í mínum flokki. Við höfum rætt þetta og það eru alveg skiptar skoðanir á þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að passa okkur betur,“ sagði Sabine. „Það var fyrir ári síðan að mér fannst að margir voru að tala inn í óttann í staðinn fyrir að koma með staðreyndir á móti. Samfylkingin var ekki að því í síðustu kosningabaráttu. Og Kristrún hefur nú talað mikið fyrir breyttri atvinnustefnu sem er lykilpunktur, og ég er sammála henni varðandi það.“ Hefur áhyggjur af orðræðu ráðherra Sabine sagðist þó hafa áhyggjur af orðræðu Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra Viðreisnar, sem er í stjórnarsamstarfi með Samfylkingunni. Hún nefndi sem dæmi viðbrögð Þorbjargar við hópnum Skildi Íslands, sem hún vísaði til sem nýnasistahóps. Umræddur hópur hefur látið sjá sig í miðbæ Reykjavíkur og er yfirlýst markmið hans að vernda Íslendinga, en meðlimir hans hafa gagnrýnt meint andvaraleysi stjórnvalda í útlendingamálum. „Ég hef hins vegar til dæmis áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra hefur talað. Hún hefur talað mikið inn í óttan held ég. Hún talaði sérstaklega þegar þessi nýnasistahópur kom inn og var að ógna fólki í miðborginni, þá talaði hún í því samhengi um meiri hörku flóttamannamálum, eins og það myndi hjálpa til að vinna gegn útlendingaandúð. Það gerir það ekki, þvert á móti. Það gefur þessu fólki réttlætingu. Það megum við ekki gera.“ Kallar skildina nasista Sabine, sem er af þýskum uppruna, sagðist kalla Skjöld Íslands nýnasistahóp meðal annars vegna merkisins sem hópurinn valdi sér, hin svokallaða járnkross sem nýnasistar hafa oft borið. Þess má þó geta að hópurinn hefur breytt um merki síðan. „Ég tel mig líka nota þetta orð vegna þess að við þurfum að passa upp á að við förum ekki í þessa átt, að þetta byrji ekki að verða stórt. Þróunin í mörgum löndum sem hafa endað á mjög vondum stað byrjar einmitt með þessari umræðu sem við höfum, þar sem útlendingar eru gerðir að blóraböggli. Það er talað um að heilbrigðiskerfið sé að brotna saman, eins og það hafi verið fullkomið áður en útlendingar komu. Skólakerfið, velferðarkerfið, allt er útlendingum að kenna. Þetta er talsmáti sem er ótrúlega hættulegur.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Innflytjendamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum