„Það bjó enginn í húsinu“ Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 16:37 Mikill eldur kom upp í hesthúsi. Sveinn Heiðar Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. „Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu. Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu.
Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01
Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12
„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17