„Réttu spilin og réttu vopnin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 20:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/ívar Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“ Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Samræður hafa staðið yfir á milli Íslands og Evrópusambandsins síðustu vikur en tollarnir hefðu að óbreyttu tekið gildi á morgun. Utanríkisráðherra fagnar frestuninni en segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Reiknað er með því að frestunin gildi í mest þrjá mánuði og með öllu óvíst hvað taki við að því loknu. „Það má segja að þetta sé að einhverju leyti varnarsigur. Við fáum núna áfram ákveðið svigrúm til að tala fyrir íslenskum hagsmunum. Og benda fólki góðlátlega en að festu á það að við erum hluti af innri markaðnum. Umrædd frestun marki að góð samskipti Noregs og Íslands við ESB sé að skila árangri. Heimsókn Úrsúlu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi sömuleiðis verði sérstaklega þýðingarmikil. Hún ítrekar að Ísland sé mikilvægur hluti af innri markaði Evrópu. Fyrirtæki frá Asíu ógni starfsemi Evrópskra fyrirtækja með því að undirbjóða kísiljárn. Samtali við Maroš Šefčovič viðskiptastjóra ESB verði haldið áfram. „Við Šefčovič ákváðum það að setja allt okkar starfsfólk af stað inn í þetta samtal. Það er verið að undirbúa sig fyrir það. Sérfræðingar okkar eru að gera það og munu að sjálfsögðu vera í sambandi og samstarfi við íslenskt atvinnulíf. Ég fer alltaf inn í alla baráttu vongóð. Mér finnst ég hafa réttu spilin og réttu vopnin.“ Elkem á Grundartanga er eini framleiðandi kísiljárns hér á landi. Ef umræddir tollar verða að veruleika myndi það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins. Forstjóri Elkem segir frestunina mikinn létti. „Við erum bara mjög ánægð með að við séum að fá þessi jákvæðu merki um stöðuna og við höfum núna meiri tíma til að vinna að heildarhagsmunum Íslands og Noregs í þessu samhengi.“ Hún kveðst ánægð með vinnu utanríkisráðuneytisins til þessa og trúir því að komið verði í veg fyrir tollanna. „Ég veit að þau eru að róa öllum árum að því og ég hef fulla trú um að þetta hafist.“ Þið eruð vongóð? „Já það er alltaf best að vera með bros í hjarta.“
Skattar og tollar Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akranes EES-samningurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira