Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar 19. ágúst 2025 17:02 Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa. Hvað gerum við þegar garðurinn okkar er að fyllast af illgresi sem tekur súrefni frá hinum plöntunum? Rífum við það ekki upp með rótum og hendum í ruslið? Af hverju gerum við ekki slíkt það sama við erlendar „glæpajurtir“ sem eru að festa rætur í íslensku samfélagi? Þessi spurning er orðin áleitnari en nokkru sinni fyrr og hvílir á okkur öllum. Við getum ekki leyft okkar eigið samfélag að kafna í þöggun og óljósum umræðum. Kaldir tölustafir mála skýra mynd Svar dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í sumar staðfestir þá þróun sem hefur verið í gangi og bendir til að vandamálið sé komið í óefni. Árið 2024 voru 42% allra fanga erlendir ríkisborgarar en árið 2019 var hlutfallið 21% og aðeins 14% árið 2014. Íslendingar telja sig búa í friðsömu og öruggu landi en þessar tölur gefa okkur innsýn í aðra og grófari veruleika. Þessi þróun kostar íslenska skattgreiðendur dýrum dómum. Vistun hvers fanga kostar 55.000 krónur á dag, eða rúmar 20 milljónir króna á ári. Samkvæmt tölunum frá 2024 hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun það ár. Ef þeir afplána allan ársgrundvöll, má áætla að heildarkostnaðurinn einn og sér nemi rúmum 4,3 milljörðum króna, en þá er kostnaður vegna rannsókna og tjón sem þeir valda ekki meðtalinn. Það er einnig mikilvægt að benda á að fyrsti áfangi nýja fangelsisins á að kosta 18 milljarða króna. Ef við værum ekki að vista alla þessa erlendu glæpamenn gætum við fjármagnað allan fyrsta áfanga fangelsisins á fjórum og hálfu ári. Aukinn vopnaburður og skipulögð glæpastarfsemi Þessar tölur lýsa ekki aðeins kostnaðinum heldur einnig alvarlegri þróun í eðli glæpa á Íslandi. Við höfum verið að sjá aukinn vopnaburð, skipulagða glæpastarfsemi og alvarleg ofbeldisbrot, sem ekki var vitað af í gamla Íslandi. Sem dæmi jukust vopnuð útköll sérsveitar lögreglunnar tólffalt á aðeins áratug, eða úr 38 útköllum árið 2014 í 461 árið 2023. Í viðtali við ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, staðfesti hún að fjölgun skipulagðra gengja skýri að einhverju leyti fjölgun alvarlegra ofbeldisbrota og aukinn vopnaburð. Hún vakti einnig athygli á því að yngsti hópurinn er að fremja fleiri alvarleg brot en áður. Liðsmenn hópanna eru af ýmsum þjóðernum og í auknum mæli er verið að sjá tengingar við skipulagða brotastarfsemi erlendis, einkum í Svíþjóð. „Keisarinn er í engum fötum“ Það er kominn tími til að horfa á staðreyndirnar: opinber umræða er villandi, full af ósannindum og virðist stjórnast af þeim sem vilja helst ótakmarkaðan innflutning á fólki. Þeir sem þora að benda á þessar staðreyndir eru kallaðir rasistar og skautast umræðan á óljósa vegu. Mér hefur orðið ljóst að þessir glæpamenn eru flestir frá Evrópska efnahagssvæðinu og hafa þar af leiðandi landvistarleyfi til að koma hingað til lands til þess eins að brjóta af sér. Sú staðreynd eða önnur slík málefni virðast vera hulin almenningi af ásettu ráði. Það er eins og „keisarinn sé í engum fötum“ og enginn þori að benda á sannleikann. Það er ekki von að fólk sé ruglað þegar opinber umræða er í fullkomnu ósamræmi við þá staðreynd sem fram kemur í gögnum. Kallið eftir gagnsæi og raunverulegum lausnum Til að geta leyst þetta vandamál þurfum við gagnsæi. Eftir að sérsveitin fór í 2.141 vopnað útkall á áratugnum 2013–2023, væri þá ekki eðlilegt að vita hvernig þau skiptust niður eftir þjóðerni, aldri, kyni og hópum sem lögreglan var að hafa afskipti af? Aðeins með því að horfast í augu við tölurnar og staðreyndirnar getum við verndað samfélagið okkar. Ef við höldum áfram að neita að horfast í augu við þessa þróun þá munu afleiðingarnar verða augljósar og munum við enda á því að reisa fleiri fangelsi fyrir erlenda afbrotamenn á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Eru stjórnvöld tilbúin að veita almenningi fullan aðgang að þessum gögnum og horfast í augu við vandamálið af alvöru? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa. Hvað gerum við þegar garðurinn okkar er að fyllast af illgresi sem tekur súrefni frá hinum plöntunum? Rífum við það ekki upp með rótum og hendum í ruslið? Af hverju gerum við ekki slíkt það sama við erlendar „glæpajurtir“ sem eru að festa rætur í íslensku samfélagi? Þessi spurning er orðin áleitnari en nokkru sinni fyrr og hvílir á okkur öllum. Við getum ekki leyft okkar eigið samfélag að kafna í þöggun og óljósum umræðum. Kaldir tölustafir mála skýra mynd Svar dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í sumar staðfestir þá þróun sem hefur verið í gangi og bendir til að vandamálið sé komið í óefni. Árið 2024 voru 42% allra fanga erlendir ríkisborgarar en árið 2019 var hlutfallið 21% og aðeins 14% árið 2014. Íslendingar telja sig búa í friðsömu og öruggu landi en þessar tölur gefa okkur innsýn í aðra og grófari veruleika. Þessi þróun kostar íslenska skattgreiðendur dýrum dómum. Vistun hvers fanga kostar 55.000 krónur á dag, eða rúmar 20 milljónir króna á ári. Samkvæmt tölunum frá 2024 hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun það ár. Ef þeir afplána allan ársgrundvöll, má áætla að heildarkostnaðurinn einn og sér nemi rúmum 4,3 milljörðum króna, en þá er kostnaður vegna rannsókna og tjón sem þeir valda ekki meðtalinn. Það er einnig mikilvægt að benda á að fyrsti áfangi nýja fangelsisins á að kosta 18 milljarða króna. Ef við værum ekki að vista alla þessa erlendu glæpamenn gætum við fjármagnað allan fyrsta áfanga fangelsisins á fjórum og hálfu ári. Aukinn vopnaburður og skipulögð glæpastarfsemi Þessar tölur lýsa ekki aðeins kostnaðinum heldur einnig alvarlegri þróun í eðli glæpa á Íslandi. Við höfum verið að sjá aukinn vopnaburð, skipulagða glæpastarfsemi og alvarleg ofbeldisbrot, sem ekki var vitað af í gamla Íslandi. Sem dæmi jukust vopnuð útköll sérsveitar lögreglunnar tólffalt á aðeins áratug, eða úr 38 útköllum árið 2014 í 461 árið 2023. Í viðtali við ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, staðfesti hún að fjölgun skipulagðra gengja skýri að einhverju leyti fjölgun alvarlegra ofbeldisbrota og aukinn vopnaburð. Hún vakti einnig athygli á því að yngsti hópurinn er að fremja fleiri alvarleg brot en áður. Liðsmenn hópanna eru af ýmsum þjóðernum og í auknum mæli er verið að sjá tengingar við skipulagða brotastarfsemi erlendis, einkum í Svíþjóð. „Keisarinn er í engum fötum“ Það er kominn tími til að horfa á staðreyndirnar: opinber umræða er villandi, full af ósannindum og virðist stjórnast af þeim sem vilja helst ótakmarkaðan innflutning á fólki. Þeir sem þora að benda á þessar staðreyndir eru kallaðir rasistar og skautast umræðan á óljósa vegu. Mér hefur orðið ljóst að þessir glæpamenn eru flestir frá Evrópska efnahagssvæðinu og hafa þar af leiðandi landvistarleyfi til að koma hingað til lands til þess eins að brjóta af sér. Sú staðreynd eða önnur slík málefni virðast vera hulin almenningi af ásettu ráði. Það er eins og „keisarinn sé í engum fötum“ og enginn þori að benda á sannleikann. Það er ekki von að fólk sé ruglað þegar opinber umræða er í fullkomnu ósamræmi við þá staðreynd sem fram kemur í gögnum. Kallið eftir gagnsæi og raunverulegum lausnum Til að geta leyst þetta vandamál þurfum við gagnsæi. Eftir að sérsveitin fór í 2.141 vopnað útkall á áratugnum 2013–2023, væri þá ekki eðlilegt að vita hvernig þau skiptust niður eftir þjóðerni, aldri, kyni og hópum sem lögreglan var að hafa afskipti af? Aðeins með því að horfast í augu við tölurnar og staðreyndirnar getum við verndað samfélagið okkar. Ef við höldum áfram að neita að horfast í augu við þessa þróun þá munu afleiðingarnar verða augljósar og munum við enda á því að reisa fleiri fangelsi fyrir erlenda afbrotamenn á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Eru stjórnvöld tilbúin að veita almenningi fullan aðgang að þessum gögnum og horfast í augu við vandamálið af alvöru? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun