Ísland frumstætt samanborið við Noreg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 22:00 Skilyrðin til laxaleitar voru ansi góð. Vísir/Anton Brink Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst. Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst.
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum