Ísland frumstætt samanborið við Noreg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 22:00 Skilyrðin til laxaleitar voru ansi góð. Vísir/Anton Brink Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst. Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari.Vísir/Sigurjón „Í Noregi höfum við vel mótaðar verklagsreglur þegar atvik eiga sér stað í sjónum, þegar eldisfiskur veiðist, þá er það tilkynnt. Við höfum kerfi. Við hefjum eftirlit og aðgerðir til að fjarlægja fiskinn. Ísland er á mjög frumstæðu stigi samanborið við Noreg,“ segir Øyvind Kanstad Hanssen, norskur laxakafari sem fór í Haukadalsá í dag. „Það er langt í land áður en viðbrögð Íslendinga við ógninni af eldisfiski verða á sama stigi og í Noregi.“ Þannig við þurfum að hlaupa hratt? „Þið þurfið að hlaupa hraðar, held ég.“ Kafararnir fundu nokkra fiska sem þeir telja eldislax.Vísir/Anton Brink Kafari við Haukadalsá.Vísir/Anton Brink Landeigendur þurfi að girða fyrir Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir gott að leit dagsins hafi farið fram í frábærum skilyrðum en leiðinlegt að eldislaxar hafi fundist í ánni. Þá segir hann einnig jákvætt að þeir laxar sem fundust geti farið í greiningu. Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón Í fyrstu fréttum var talað um að þetta væru hundrað eldislaxar, þeir eru fjórir núna. Þetta hlýtur samt að vera léttir eða hvað? „Við erum í raun og veru bara í fyrstu skrefunum af þessu. Við sáum til dæmis í gær að það veiddist eldislax í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Þannig að fiskurinn er í hafinu og er að byrja að ganga inn þannig að við erum bara að taka fyrstu skrefin í þessu. Við þurfum að fylgjast vel með og veiðimenn líka að bera kennsl á eldislax,“ segir Ingimundur. „Á meðan það er svona óstjórn í þessu þá þurfa landeigendur hreinlega bara að girða fyrir þær ár sem hægt er að girða fyrir og aðgangsstýra fiski.“ Hér er grunaður eldislax.Vísir/Sigurjón Sólmundur Gísli Bergsveinsson, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu, segir að fiskurinn sem var fangaður í dag muni fara í DNA-greiningu og að vonandi muni niðurstöður þaðan berast sem fyrst.
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum