Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:54 Elísa Kristinsdóttir fagnar eftir hlaupið magnaða í dag þegar hún kom langfyrst í mark í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins 2025. vísir/Viktor Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Sjá meira
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31