Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. ágúst 2025 19:21 Leikmennirnir voru með myndir af Jesse meðferðis. Mummi Lú Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis. KR Fótbolti Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis.
KR Fótbolti Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira