Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. ágúst 2025 19:21 Leikmennirnir voru með myndir af Jesse meðferðis. Mummi Lú Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis. KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis.
KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira