Innlent

„Nokkur fjöldi“ ís­jaka 16 kíló­metrum frá Trölla­skaga

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sumir ísjakanna komu inn á ratsjá en aðrir ekki.
Sumir ísjakanna komu inn á ratsjá en aðrir ekki. Veðurstofa Íslands

Í kvöld barst Veðurstofu tilkynning um minnst sjö borgarísjaka á reki til suðvesturs aðeins um 16 kílómetrum frá strönd Tröllaskaga.

Áhöfn skips tilkynnti um jakana á tíunda tímanum í kvöld en fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar að nokkur fjöldi ísjaka sé á 2,5 sjómílna radíus í kringum þann stærsta sem sést á myndinni hér að neðan.

Jafnframt er tekið fram að sex jakar sjáist á ratsjá í kringum þann stærsta en að aðrir sjáist ekki.

Stærsti ísjakinn séður frá skipi.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×