Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa 27. ágúst 2025 10:01 Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatn Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun