Sport

Hera bætti sjö ára Ís­lands­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hera Christensen hefur átt frábært sumar en hér er hún á Evrópumóti 23 ára yngri í sumar.
Hera Christensen hefur átt frábært sumar en hér er hún á Evrópumóti 23 ára yngri í sumar. Getty/Alex Livesey

Hera Christensen bætti í kvöld Íslandsmetið í kringlukasti á móti í Hafnarfirði.

Hera kastaði lengst 55,95 metra og bætti þar með sjö ára gamalt Íslandsmet Thelmu Lindar Kristjánsdóttur um rúman metra.

Met Thelmu Lindar var upp 54,69 metra en það frá því í júlí 2018.  

Hera hafði náð sínum besta persónulega meti á Evrópubikarnum fyrr í sumar þegar hún kastaði 53,80 metra. Nú er hún að bæta það um emira en tvo metra.

Hera hefur átt frábært sumar því hún náði fimmta sætinu á Evrópumóti 23 ára og yngri í júlí.

Hera er tvítugur FH-ingur og ein efnilegasta frjálsíþróttakona Íslands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×