„Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 21:44 Magnús Már hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Hann hefur enn mikla trú á verkefninu. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með svör á reiðum höndum er hann mætti í viðtal eftir svekkjandi 4-3 tap liðsins gegn Val í kvöld. „Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“ Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“
Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira