Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 27. ágúst 2025 14:30 Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Hvalveiðar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun