Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 14:27 Feðgarnir Daníel Tristan og Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/malmö/getty Arnar Gunnlaugsson hefur mikla trú á Daníel Tristan Guðjohnsen sem hann valdi í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í dag. Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira