Innlent

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Það væru svik við gefin loforð og hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðarganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Í kvöldfréttum heyrum við hvernig þessar þvottastöðvar virka og af hverju þær eru hýstar á Íslandi.

Auk hittum við skólastjóra sem mótmælir áformum um samræmt símabann og verðum í beinni frá Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíð er hafin.

Í Sportpakkanum gerum við upp tapleikinn gegn Ísraelum og í Íslandi í dag sjáum við vel heppnaða hárígræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×