Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar 1. september 2025 09:02 Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð. Vinnumarkaðurinn breytist hraðar en nokkru sinni fyrr með mikilli framþróun á mörgum sviðum, til dæmis í nanótækni, skammtatölvum, vélmennaforritun og geimrannsóknum. Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér með nýrri tækni, getum við hjálpað börnum að finna fyrir sjálfstrausti og hlakka til framtíðarinnar. Með þetta markmið í huga gaf breska sendiráðið í Reykjavík út barnabókina Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar, haustið 2022. Bókina skrifaði ég til að kynna 30 ný og óvenjuleg störf sem gætu orðið til á Íslandi á næstu 10 til 20 árum. Bókin snýst þó um fleira en störf, hún snýst um tækifærin sem felast í framtíðinni. Hún snýst um að börn viti að þau geti allt, óháð bakgrunni, kyni eða útliti. Þetta skiptir mig sem móður sérstaklega miklu máli. Rannsóknir sýna að þegar börn eru sex ára gömul hafa þau þegar myndað sér hugmyndir um hver sé klár, hver sé góður og hver passi inn. Þessar hugmyndir mótast af því sem börn sjá í kringum sig og geta takmarkað trú þeirra á eigin tækifærum og hæfni. Þess vegna er bókin okkar full af mismunandi karakterum og sögum sem ögra staðalímyndum og fagna fjölbreytileika. Þetta er okkar leið til að segja við öll börn: Framtíðin er spennandi, þú ert hluti af henni og getur tekið þátt í að móta hana. Síðustu þrjú ár höfum við farið með bókina í skóla og bókasöfn um allt Ísland – frá Þingeyri til Vopnafjarðar og frá Akureyri til Vestmannaeyja. Við höfum spjallað við fleiri en 1000 börn og 150 kennara og heyrt hugmyndir þeirra og framtíðardrauma. Nú við upphaf síðasta árs míns sem sendiherra á Íslandi ætlum við að setja nýtt verkefni af stað sem við köllum 1000 framtíðir eða 1000 Futures. Með þessu verkefni viljum við gefa síðustu 1000 eintökin af bókinni, halda áfram að ferðast um landið, hitta börn og spjalla við þau um þeirra sýn fyrir framtíðina. Við munum áfram leggja áherslu á samtal um fjölbreytileika og falin sérkenni, hvernig okkur finnst mismunandi hlutir auðveldir og erfiðir og hvernig hvert og eitt okkar er einstakt. Við munum einnig halda áfram að hvetja börn til að dreyma stóra drauma, vera forvitin og trúa á sig sjálf. Þetta verkefni snýst um að veita börnum innblástur á sama tíma og við styrkjum samband Bretlands og Íslands. Verkefnið snýst um að læra hvort af öðru, deila hugmyndum og vinna saman að því að búa til heim þar sem öll börn upplifa stuðning, viðurkenningu og hvatningu. Þó ekki nema eitt barn lesi bókina og fari í kjölfarið að dreyma stærri drauma þá hefur okkur tekist að gera eitthvað sem skiptir máli. Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun