Innlent

Sjö eldis­laxar fundist í fjórum ám

Kjartan Kjartansson skrifar
Kafari við Haukadalsá þar sem eldislaxa hefur verið leitað í ágúst.
Kafari við Haukadalsá þar sem eldislaxa hefur verið leitað í ágúst. Vísir/Anton Brink

Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar.

Þrjár stofnanir sem vinna að upprunagreiningu laxa sem hafa veiðst í ám greindu frá þessum niðurstöðum í dag. Auk laxanna sjö hefðu tilkynningar borist um sex laxa til viðbótar með einkenni eldisfisks. Eldislaxarnir veiddust í Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Miðfjarðará.

Norskir kafarar hafa leitað að eldislaxi í Haukadalsá í þessum mánuði eftir að laxar með einkenni eldislax veiddust þar.

Í tilkynningu Hafró, Matvælastofnunar og Fiskistofu er sagt mikilvægt að fylgjast áfram vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám. Veiðimenn eru af þeim sökum beðnir um að vera sérstaklega vakandi fyrir slíkum einkennum. Veiði þeir lax með eldiseinkenni ættu þeir að skila honum í heilu lagi til Hafró til rannsókna og erfðagreiningar.


Tengdar fréttir

Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir fjölda eldislaxa í Haukadalsá undir þeim mörkum sem teljast alvarleg. Fjögur prósent veiddra laxa í tiltekinni á þurfa að vera eldislaxar til að hættuástand skapist vegna erfðablöndunar.

Núverandi staða ekki talin vera al­var­leg

Af nítján löxum sem veiddir voru í ám á Vestur- og Norðurlandi á síðustu dögum og sendir voru í erfðagreiningu, er staðfest að þrír eru úr sjókvíaeldi. Átta laxar eru ekki í greiningarferli og þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×