Innlent

Sýknukrafa, kreppu­á­stand og hótel í fjalli

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði upp fimmtíu manns í dag og lokaði fiskvinnslunni Leo Seafood. Við heyrum í framkvæmdastjóranum sem segir hækkun veiðigjalda valda kreppuástandi á landsbyggðinni.

Þá heyrum við í föður átta ára drengs sem lést í skotárásinni í Minneapolis. Enn og aftur er kallað eftir hertri vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Auk þess kíkjum við á Hótel Sögu sem er nú er skóli, sjáum myndir frá hóteli sem er að rísa inni í fjalli og verðum í beinni frá stórskemmtilegri búningahátíð í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×