Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2025 20:05 Leikskólabörnin og starfsfólkið, sem heimsótti Sigurð og Guðrúnu konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau voru ánægð leikskólabörnin og starfsmenn í leikskólanum þeirra þegar þau heimsóttu 89 ára gamlan harmonikuleikara og konu hans í Garðabænum þar sem var mikið sungið og spilað. Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Leikskólabörnin af leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli og er rétt hjá heimili Sigurðar Hannessonar, harmonikuleikara og Guðrúnar Böðvarsdóttur, konu hans í Bjarkarásnum í Garðabæ, enda komu leikskólabörnin gangandi í heimsóknina í vikunni en hjónin hafa tekið reglulega á móti börnum úr leikskólanum. Krakkarnir byrjuðu á því að fá að snerta takkana á nikkunni hjá Sigga eins og hann er alltaf kallaður. Svo hófst söngurinn og spilið. „Mér finnst virkilega gaman af þessu, ég bíð alveg í heilt ár þangað til að krakkarnir koma aftur til okkar”, segir Sigurður. Krakkarnir eru greinilega mjög glaðir að koma til þín og ykkar hjóna eða hvað? „Já, já, ég á von á því að þau eigi eftir að muna þetta lengi vel.” Sigurður er hér að heilsa krökkunum þegar þau komu í heimsókn í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert hvað, 89 ára og ert að spila á fullu? „Já, já, það er ekkert að láta af því, ég held ég hafi aldrei spilað eins mikið og undanfarið,” segir Sigurður hlæjandi. Og mikil ánægja var hjá starfsfólki leikskólans með Sigurð og Guðrúnu að bjóða hópnum heim til sín en eftir sönginn fengu krakkarnir að fara út í garð hjá þeim hjónum til að skoða álfana þar og fleira. „Þau eru fjögurra ára, sem koma núna með okkur. Við æfðum og æfðum okkur á nokkrum lögum fyrir heimsóknina,” segir Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum alsæl með heimsóknina. Ásrún Vilbergsdóttir, leikskólastjóri á Ásum, sem var alsæl með heimsóknina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kunnið þið að spila á einhver hljóðfæri? „Ég kann að spila á trommur,” segir Urður Rún Þorvaldsdóttir, 4 ára leikskólastelpa á Ásum. „Og ég kann að spila á gítar“, segir Benedikt Ingi Gunnlaugsson, 4 ára leikskólastrákur á Ásum. Urður sem pilar á trommur og Benedikt, sem pilar á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Tónlist Leikskólar Krakkar Eldri borgarar Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira