Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2025 13:32 Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun