Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Bjarki Sigurðsson og Agnar Már Másson skrifa 30. ágúst 2025 21:28 Fyrir miðju má sjá nýjan „fyrirliða þingflokksins“, eins og Guðrún kýs að kalla Ólaf enda er hann gömul knattspyrnukempa. Með þeim er Villhjálmur Árnason, sem heldur áfram sem varaformaður þingflokksins. Facebook/Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hafði gegnt embætti þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún var kjörin í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Bjarna í mars og hefur síðustu mánuði stokkað upp innan Valhallar og meðal annars ráðið nýjan framkvæmdastjóra. Í gær tilkynnti Hildur að hún væri hætt sem þingflokksformaður þar sem leggja ætti fyrir flokkinn tillögu um nýjan formann á þingflokksfundi í dag. Hún vildi ekki etja þingflokknum út í átök á borð við atkvæðagreiðslu um nýjan formann og því steig hún til hliðar. „Nýrri forystu fylgja alltaf einhverjar breytingar,“ segir Guðrún í kvöldfréttum Sýnar og bendir á að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu og sé enn að feta sig inn í það nýja hlutverk. Nýr þingflokksformaður er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, Ólafur Adolfsson, en breytingin var samþykkt einróma. „Þetta verður mikil vinna, ég veit það, og vandasöm,“ segir Ólafur. „En þetta leggst vel í mig.“ Hvað hefur þú fram að færa sem nýr þingflokksformaður? „Ég er lausnamiðaður. Þannig að ég vonast eftir því að við náum samtali um að hefja þingið aðeins upp og við horfum til þess að tala kurteisislega til hver annars og taka betra tillit til hvor annars, og auðvitað að rökræða málin,“ svarar þingflokksformaðurinn og bætir við: „Ég held að íslenska þjóðin sé alla vegana orðin þreytt á málþófi í bili,“ bætir hann við og vísar þar væntanlega í málþóf minnihlutans í veiðigjaldaumræðunni á síðasta þingi. Oft er rætt að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo arma, og að Hildur tilheyri ekki sama armi og Guðrún og Ólafur. Guðrún segir það rangt og ekki tengjast breytingunni. „Ég er ekki tengd neinni fylkingu og ég held að Hildur sé það ekki heldur,“ segir Guðrún en nýi þingflokksformaðurinn var meðal dyggustu stuðningsmanna hennar í prófkjörinu. Auk þess er hann góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til áratuga og almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu. „Þetta var niðurstaða mín, meðal annars vegna þess að Ólafur er vel tengdur á sveitarstjórnarstiginu,“ útskýrir Guðrún. Þá bendir hún á að Ólafur sé gömul fótboltakempa. „Hann verður núna fyrirliði okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann er vanur því hlutverki því að hann hefur verið fyrirliði í fótbolta því að hann kann það mjög vel og kann að leiða hóp til sigurs.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45 Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30. ágúst 2025 12:45
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20. apríl 2021 15:32
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 30. ágúst 2025 06:18