„Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 22:56 Sóley Lóa Smáradóttir hefur oft rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona af tógóskum uppruna telur almenning ekki átta sig á þeim fordómum sem hörundsdökkt fólk upplifir á Íslandi. Jafnvel þó hún hafi alltaf upplifað sig sem Íslending segist hún stöðugt vera minnt á hvað hún sé „öðruvísi“. Sóley Lóa Smáradóttir, átján ára, fæddist í Tógó í Vestur-Afríku árið 2007 en er uppalin á Íslandi og talar íslensku að móðurmáli. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag, laugardag, lýsir Sóley Lóa upplifun sinni af því að vera dökk á hörund á Íslandi, þar sem hún er umkringd hvítu fólki, og hvernig það hefur mótað sjálfsmynd hennar. Hún kveðst upplifa sig sem íslenska en þó sé hún stöðugt áminnt að hún sé „öðruvísi“ vegna húðlitar síns. „Það sem margir skilja ekki,“ skrifar Sóley, „og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt.“ Sökuð um stuld átta ára gömul Sóley Lóa hefur margoft áður rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir sem íslendingur af erlendum uppruna. Hún segir að rasismi sé lærð hegðun. Í grein sinni rifjar hún rifjar hún upp atvik þegar hún var sökuð um stuld aðeins átta ára gömul. „Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað,“ skrifar Sóley. „Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni.“ Þá rifjar Sóley upp sundferðir með ömmu sinni, þar sem fólk hafi oft starað á hana. „Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum?“ Hún ber þessa upplifun sína saman við þau ár er hún bjó í París í Frakklandi, þar sem hún hafi upplifað frelsi og fjölbreytileika. Þar hafi hún ekki verið „öðruvísi“, heldur fengið að falla inn í hópinn. Dökk að utan en mjólkurhvít að innan Hún kveðst upplifa sig talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. „Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan,“ segir hún. Aftur á móti gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að tala ekki við þá sem raunverulega upplifa rasisma. „Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál?“ Sóley kallar eftir því að samfélagið opni augun og bregðist við fordómum. Hún vill að fólk hafi kjark til að standa með mikilvægum málefnum. „Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma,“ skrifar Sóley Lóa. „Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá?“ Kynþáttafordómar Innflytjendamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02 Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02 Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Sóley Lóa Smáradóttir, átján ára, fæddist í Tógó í Vestur-Afríku árið 2007 en er uppalin á Íslandi og talar íslensku að móðurmáli. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag, laugardag, lýsir Sóley Lóa upplifun sinni af því að vera dökk á hörund á Íslandi, þar sem hún er umkringd hvítu fólki, og hvernig það hefur mótað sjálfsmynd hennar. Hún kveðst upplifa sig sem íslenska en þó sé hún stöðugt áminnt að hún sé „öðruvísi“ vegna húðlitar síns. „Það sem margir skilja ekki,“ skrifar Sóley, „og kannski vilja ekki sjá, er að fordómar á Íslandi eru oft ekki háværir. Þeir birtast ekki sem hróp, heldur sem þögn. Fordómar birtast sem augnaráð sem segir: Þú ert ekki héðan. Sem spurningar eins og: Hvaðan ertu í alvörunni? Þótt þetta sé sagt með brosi, þá særir það samt.“ Sökuð um stuld átta ára gömul Sóley Lóa hefur margoft áður rætt opinberlega um einelti og rasisma sem hún hefur orðið fyrir sem íslendingur af erlendum uppruna. Hún segir að rasismi sé lærð hegðun. Í grein sinni rifjar hún rifjar hún upp atvik þegar hún var sökuð um stuld aðeins átta ára gömul. „Ég hafði sótt súkkulaði og hélt á því niður með síðunni. Eldri kona kom að mér og ásakaði mig um að ætla að stela súkkulaðinu. Hún sagðist ætla að láta afgreiðslufólkið vita ef ég skilaði ekki súkkulaðistykkinu á sinn stað,“ skrifar Sóley. „Ég labbaði undrandi til pabba og sagði honum frá þessu. Pabbi bað mig um að benda sér á konuna en þá var hún farin úr búðinni.“ Þá rifjar Sóley upp sundferðir með ömmu sinni, þar sem fólk hafi oft starað á hana. „Þegar við fórum ofan í heita pottinn ríghélt amma utan um mig eins og til að passa að enginn myndi ræna mér. Ég skildi ekki afhverju. Afhverju voru öll þessi augu á mér? Af hverju fannst fólki ég eitthvað öðruvísi en hinir krakkarnir sem voru með ömmum sínum í heita pottinum?“ Hún ber þessa upplifun sína saman við þau ár er hún bjó í París í Frakklandi, þar sem hún hafi upplifað frelsi og fjölbreytileika. Þar hafi hún ekki verið „öðruvísi“, heldur fengið að falla inn í hópinn. Dökk að utan en mjólkurhvít að innan Hún kveðst upplifa sig talsvert meiri Íslending en Afríkubúa. „Ég er dökk að utan en mjólkurhvít að innan,“ segir hún. Aftur á móti gagnrýnir hún fjölmiðla fyrir að tala ekki við þá sem raunverulega upplifa rasisma. „Þegar rætt er um rasisma í fjölmiðlum hef ég tekið eftir að það er oftast rætt við eldra hvítt íslenskt fólk. Afhverju er ekki talað við okkur? Fólk sem hefur raunverulega fundið fyrir rasisma. Afhverju er ekki talað við okkur krakkana. Finnst fjölmiðlafólki við vera of ung og ekki nógu klár til að tala okkar eigin mál?“ Sóley kallar eftir því að samfélagið opni augun og bregðist við fordómum. Hún vill að fólk hafi kjark til að standa með mikilvægum málefnum. „Ég hef verið kölluð ljótum nöfnum. Ég hef verið útilokuð úr hópum. Ég hef séð kennara og fullorðna brosa pínlega í stað þess að grípa inn í þegar ráðist er að mér með uppnefnum. Ég hef þurft að útskýra, afsaka og milda sársaukann sem ég finn en ber ekki ábyrgð á. Ég hef séð fólk verða vandræðalegt þegar ég segi rasismi, eins og það að nefna orðið rasismi sé verra en að upplifa rasisma,“ skrifar Sóley Lóa. „Hversu mikið þarf ég að gefa af mér til þess að vera samþykkt? Á ég einhvern stað, og hvar þá?“
Kynþáttafordómar Innflytjendamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02 Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02 Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 14. mars 2025 20:02
Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Ég er uppalin á Íslandi. Ég tala íslensku, borða kleinur með ömmu, klæðist lopapeysum og borða slátur. 30. ágúst 2025 21:02
Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi „Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju. 19. júní 2023 20:00