Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar 1. september 2025 09:32 Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Jöklar á Íslandi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði, þykir gaman að vera í fjölmiðlum. Hann hefur þó ekki látið sjá sig þar síðan í mars, er hann boðaði að eldgos hæfist daginn eftir. Raunin varð sú að það hófst rétt um mánuði síðar, og skriplaði Magnús þar á skötu allillilega – rétt eins og nú, þegar hann kemur enn eina ferðina fram með fullyrðingar um Kötlujökul. Því miður fær hann með sér blaðurmanninn, eða blaðurkonuna, Sigrúnu Þuríði Runólfsdóttur, sem vinnur allhroðalega vinnu sem blaðamaður, og það er RÚV til vansa að svona hroðvirkni sjáist. Það er ljóst að Sigrún hefur ekki leitað sér fullnægjandi upplýsinga um málið né leitað eftir svörum frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem flytja fólk í hellana í Kötlu. Hefði hún gert það, hefði greinin í besta falli orðið til vitrænnar umræðu – en getur ekki orðið það, því hún hefur ekki grunninn sem þarf til að spyrja réttu spurninganna né talar hún við réttu aðilana: þá sem vinna á svæðinu og vita um hvað ræðir. Mér var það spurn: hvað liggur fyrir Magnúsi Tuma með það að koma enn og aftur fram með fullyrðingar sem enginn hefur hlustað á né tekið undir? Enda virðist sem hann viti ekkert um hvað hann er að tala. Lykillinn liggur þó í fyrirsögninni, sem er endurtekning á áður sögðum orðum Magnúsar Tuma: „Óásættanlegt að farið sé með hópa í náttúrulega íshella á sumrin.“ Ef Magnús Tumi vissi eitthvað um íshellaferðir annað en hann hefur lesið úr bókum, þá ætti hann að vita að aðeins er einn manngerður íshellir á Íslandi sem menn fara í. Aðgengi að honum er til muna hættulegra en aðgengi að hellum í Kötlujökli.Það er hægt að komast að Kötlujökli að sumri á Yaris, sé maður laginn bílstjóri, en það dytti engum heilvita manni í hug að gera sér ferð á slíku farartæki upp á Langjökul. Til að komast í manngerðan helli á Langjökli þarf að ferðast um glerhálan, spegilsléttan ísinn, og það þarf að vita nákvæmlega slóðann og hvort eða hvernig sprunguhreyfingar hafa verið í jöklinum. Ef farið er aðeins út fyrir slóðann er hætta á að hverfa ofan í jökulinn og sjást ekki meir. Þessu er ekki til að jafna við aðgengi að Kötlujökli. Magnús Tumi ætti líka að vita að manngerði hellirinn er undir stöðugri vinnu, bæði hvað varðar stærð og öryggi vegna sprungumyndunar, þar sem jökullinn er á hreyfingu og bráðnar hratt. Það sætir því undrun hvers vegna Magnús Tumi kemur fram með þessa fullyrðingu. Eina skýringin sem ég finn er að hann sé í vinnu fyrir þá aðila sem þangað flytja ferðamenn og sjá ofsjónum yfir samkeppninni við náttúruhella í Kötlu. Nema hitt sé málið: að hann vilji komast í það starf að vera eftirlitsaðili fyrir öryggi íshella á Kötlusvæðinu. Í greininni er því gert skóna að það sé ekki gott að eftirlitið sé aðeins í höndum þeirra sem selja ferðir í hellana. Þetta er með öllu fráleitt og heimskulegt sjónarmið. Aðstæður í og við Kötlujökul eru síbreytilegar dag frá degi og engir eru betur færir um að meta þær en þeir leiðsögumenn og þau fyrirtæki sem flytja þangað farþega.Þeim, rétt eins og mér sem leiðsögumanni sem fer þangað reglulega, er umhugað um öryggi farþeganna og að fræða þá um hættur jökla sem og allar þær breytingar sem eiga sér stað vegna hlýnunar og bráðnunar jöklanna. Það er daglega unnið að öryggi varðandi aðgengi að íshellum: svæðið og hellarnir eru skannaðir daglega, og ef menn telja að svæðið sé ekki öruggt, þá hika menn ekki við að loka því til að tryggja öryggi – þrátt fyrir milljóna tap, rétt eins og nýleg dæmi sanna. Fullyrðing Magnúsar Tuma er því gersamlega óábyrg, og jafn óábyrg er vinna Sigrúnar Þuríðar sem skrifar án þess að kanna málið til hlítar.Hvaða tilgangi skrif beggja þjóna er mér vandséð, en ég get ekki annað en áætlað að tilgangur Magnúsar Tuma sé annarlegur. Ekki virðist hann tengjast umhyggju fyrir ferðamönnum, öryggi þeirra eða fagmennsku í ferðaþjónustu. Það er von mín að bæði hugsi sinn gang, vandi til frekari verka í framtíðinni og rasi ekki um ráð fram. Höfundur er ljósmyndari og leiðsögumaður
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar