Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar 1. september 2025 11:03 Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun