Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 08:57 Ævisaga Alexei Navalní er á lista rússneskra stjórnvalda um öfgaefni sem er bannað að leita að á netinu. Bókin kom út að Navalní látnum en hann lést í gúlagi Vladímírs Pútín forseta. Vísir/EPA Rússar sem leita að ævisögu Alexei Navalní heitins, úkraínskum fréttasíðum eða ákveðnum lagatextum geta átt von á fésekt eftir að ný lög um „öfgakennt efni“ tóku gildi. Ævisaga Navalní er þar felld í sama flokk og áróðursrit Adolfs Hitler. Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis. Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Lögin sem tóku gildi í dag gera það að saknæmu athæfi að leita að efni á skilgreindum lista stjórnvalda um öfgafullt efni. Fyrir utan ævisögu Navalní og „Baráttuna mína“ eftir Hitler eru á listanum meðal annars tímarit votta Jehóva, úkraínska fréttasíðan tsenzor.net og efni þar sem andstöðu við Vladímír Pútín forseta er lýst. Noti fólk svokallaða VPN-þjónustu til að fela slóð sína á netinu líta stjórnvöld á það sem alvarlegra brot, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins um lögin. Ýmislegt er þó sagt óljóst í lögunum, meðal annars hvernig yfirvöld ætla að finna lögbrjóta og hvort að sektað verði fyrir það eitt að leita að bönnuðu efni á netinu eða hvort fólk þurfi að hafa reynt að komast inn á það. Fyrir takmörkuðu stjórnvöld verulega aðgang rússnesks almennings að netinu. Þannig komast þeir hvorki á samfélagmiðlana Facebook, Instagram né Whatsapp eftir að stjórnvöld skilgreindu bandaríska tæknirisann Meta sem „öfgasamtök“ árið 2022. Almennir Rússar þurfa einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þeir deila sjálfir efni sem stjórnvöldum gæti mislíkað, það er að segja ef þeim er annt um líf sitt og frelsi. Eins og tekið úr „1984“ Boris Nadezhdin, sem reyndi að bjóða sig fram gegn Pútín í forsetakosningum í fyrra án árangurs, segir að nýju lögin séu „eitthvað sem var tekið úr „1984“. Vísar hann þar til sígildrar og dystópískrar skáldsögu Georges Orwell um alræðisríki þar sem valdhafa stjórna öllu og öllum með járnhnefa. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Mannréttindavaktin segja lögin þrengja enn að möguleikum rússnesks almennings að nálgast upplýsingar sem séu óháðar stjórnvöldum. Þá feli þau í sér eftirlit með borgurunum á netinu undir yfirskini þjóðaröryggis.
Rússland Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira