Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar 1. september 2025 15:00 Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun