Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 12:21 Frá blaðamannafundi sem fór fram um helgina Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Tore O. Sanvik, varnarmálaráðherra, og Eirik Kristoffersen, yfirmaður herafla Noregs. EPA/RODRIGO FREITAS Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir. Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir.
Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira