Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2025 08:47 Húðlæknir myndi vilja sjá harðari aðgerðir stjórnvalda gegn ljósabekkjanotkun landsmanna. Helst að þeir verði bannaðir. Getty Ljósabekkjanotkun veldur fleiri húðkrabbameinum en sígarettureykingar valda lungnakrabba að sögn Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur húðlæknir. Hún vill sjá enn harðari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ljósabekkjanotkun, til dæmis með skattlagningu en helst banni. „Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna. Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Vissulega er þetta ekki jafn algengt og það var, en við húðlæknar og margir í þjóðfélaginu hafa tekið eftir að þetta er á uppleið og sólbrúnka er svolítið komin aftur í tísku, sérstaklega hjá unglingum,“ sagði Ragna sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sumir viðkvæmari en aðrir en ekki gott fyrir neinn Þótt það sé vel kunnugt að ljósabekkjanotkun geti haft hættu í för með sér virðist sem þörf sé á frekari vitundarvakningu og forvörnum að mati Rögnu. Geislarnir sem geri mann sólbrúnan, hvort sem það er með ljósabekkjanotkun eða með því að vera úti í sólinni, valdi DNA-skaða sem safnist upp yfir tíma. „Húðin gleymir engu. Svo bara verður þetta orðið of mikið. Það fer eftir undirliggjandi erfðum og húðtýpu, ef maður er ljós húðtýpa og brennur meira þá færðu mikið meiri skaða sem safnast upp hraðar,“ segir Ragna. Ung húð barna og unglinga sé sérstaklega viðkvæm. Bæti ekki upp D-vítamínskort Hún segir það mýtu sem haldið hefur verið fram að það sé hollt fyrir íbúa á norðurhveli jarðar að fara annað slagið í ljós yfir vetrartímann til að bæta upp fyrir D-vítamín sem annars fengist frá sólinni. Þetta sé ekki rétt að sögn Rögnu enda séu það aðrir geislar sem gefi D-vítamín en þeir sem eru í ljósabekkjum. Ljósabekkirnir valdi fleiri húðkrabbameinum en sígarettur valdi lungnakrabba. „Það dytti engum í hug að bjóða menntaskólakrakka sígarettu,“ segir Ragna. „en hitt einhvern veginn er ekki nógu mikið í umræðunni.“ Húðkrabbamein séu mun algengari en fólk geri sér grein fyrir. Til eru nokkrar tegundir en af þeim eru sortuæxli langhættulegust, flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein sem séu mun algengari. „Það er ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður. En mikilvægast er bara að endurskoða sína hegðun, hætta að fara í ljós, nota sólarvörn þegar þú ert í sólarlöndum eða á sumrin á Íslandi og reyna að fyrirbyggja frekari skaða.“ Kallar eftir aðgerðum Tíðni sortuæxla hafi farið niður á við þegar ljósabekkjanotkun var bönnuð 18 ára og yngri árið 2011. Hins vegar telur Ragna að þeim reglum sé ekki fylgt nægilega vel eftir. Þá vill hún helst að gengið verði enn lengra. „Við vitum að forvarnir virka og bann virkar,“ segir Ragna. Til að mynda hafi Ástralar, sem séu heimsmeistarar í húðkrabbameini, bannað ljósabekki. „Helst vildum við náttúrlega bara banna algjörlega ljósabekki eins og sum lönd hafa gert. Það væri náttúrlega langbest.“ Vægari aðgerðir gætu líka borið árangur til þess að hafa áhrif á notkun ljósabekkja. „Okkur datt í hug að það væri kannski sniðugt að skattleggja þessa notkun. Bara alveg eins og áfengi og tóbak er skattlagt, af því við vitum að það dregur úr notkun hjá fólki,“ segir Ragna.
Heilbrigðismál Útlit Ljósabekkir Bítið Bylgjan Krabbamein Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira