Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson og Nótt Thorberg skrifa 3. september 2025 08:46 Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Sigurður Hannesson Loftslagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og heimurinn glímir við óstöðugleika í alþjóðamálum, orkumörkuðum og viðskiptum, vex þörfin fyrir raunverulegar loftslagsaðgerðir. Við höfum mikil tækifæri til að ná árangri. Reynslan sýnir að þegar við hér á landi höfum haft hugrekki til að horfa lengra og ráðast í djörf skref, hefur það skapað okkur forskot sem enginn efast um í dag. Við erum með forskot í nýtingu auðlinda. Við höfum reynslu af orkuskiptum. Við erum á þröskuldi grænnar iðnbyltingar sem mun skapa ný verðmæt störf. Við höfum byggt upp hugvit og verkvit, til dæmis með sjálfbærri nýtingu jarðvarma, sem hefur nýst um allan heim. Það býr kraftur í íslensku atvinnulífi – fyrirtækjum sem skapa verðmæti, störf og lausnir. Þar eru fjölmörg fyrirtæki sem þegar eru að leiða vagninn í orkuskiptum og grænum lausnum. Þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku er útflutningsvara í sjálfu sér og er í reynd okkar stærsta framlag til loftslagsmála á heimsvísu. Samstarf er lykilatriði í þessari vegferð. Grænvangur hefur sýnt að samtal stjórnvalda og atvinnulífs getur skapað jarðveg fyrir árangur. Það er ekki sjálfgefið að slíkur vettvangur sé til, en hann gerir okkur kleift að brjóta niður múra og byggja brýr milli ólíkra aðila. Framtíðin er björt – ef við höfum hugrekki til að nýta tækifærin. Ísland hefur sögulega sýnt að við getum tekið stór skref. Nú þurfum við að endurtaka leikinn, leggja rækt við samstarf, byggja á styrkleikum okkar og umbreyta háleitum markmiðum í áþreifanlegar aðgerðir. Ef okkur tekst það, verður Ísland ekki aðeins öflugra – heldur fyrirmynd fyrir heiminn. Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, verður haldinn í Grósku í dag kl. 14 og stendur öllum opinn. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Grænvangs og Nótt er forstöðumaður Grænvangs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun