Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 3. september 2025 10:32 Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Pósturinn Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun