Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Tómas Kristjánsson skrifa 4. september 2025 09:01 Staða þekkingar Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á þeim áhrifum sem umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum getur haft á frekari þróun sjálfsvíga. Við rannsóknir eru skoðaðar fréttir og frásagnir sem tengjast sjálfsvígum og borin saman sjálfsvígstíðni í kjölfarið. Rannsakendur komu fyrr auga á að ákveðin framsetning, upplýsingar eða túlkun á sjálfsvígi gæti aukið tíðni sjálfsvíga. Skýrasta dæmið um þetta er eftir umfjöllun um sjálfsvíg þekktra einstaklinga þar sem kom fram lýsing á aðferð sjálfsvígs, þá urðu fleiri og sambærileg sjálfsvíg í kjölfarið. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við sögupersónu í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif.‘‘ Jákvæð og nýrri þekking sýnir að umfjöllun um sjálfsvíg þar sem bent er á uppbyggilegar leiðir til sjálfshjálpar og stuðningsúrræði geta dregið úr tíðni sjálfsvíga. Ábyrg umfjöllun af þessu tagi eru kölluð „Papageno-áhrif,“ nefnd eftir sögupersónu í óperunni Töfraflautan eftir Mozart. Papageno íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar leiðir. Gott dæmi um þessi áhrif er lagið 1-800-273-8255 sem varð vinsælt í Bandaríkjunum árið 2017. Nafn lagsins vísar í símanúmer hjálparsíma og texti lagsins fjallar um að það sé alltaf hjálp að fá. Marktæk fækkun sjálfsvíga varð í kjölfar þess að þetta lag varð vinsælt. Lýðheilsuvandi Sjálfsvíg eru stór lýðheilsuvandi en á heimsvísu deyja yfir 720.000 manns á ári í sjálfsvígum. Á Íslandi hefur að meðaltali dáið 41 einstaklingur í sjálfsvígi á ári, undanfarin áratug. Hvert sjálfsvíg skilur eftir sig mikla sorg meðal fjölskyldu og vina en talið er að gáruáhrif sorgar og krefjandi tilfinninga nái langt út fyrir nærumhverfi þess látna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) Byggt á gagnreyndri þekkingu hefur WHO gefið út handbók um sjálfsvígsforvarnir; Life Live. Ein af lykilaðgerðunum í þessari handbók til að sporna við sjálfsvígum á heimsvísu er að vinna þétt með fjölmiðlum og tryggja ábyrga umfjöllun um þetta flókna viðfangsefni. WHO hefur einnig sett saman ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk um hvernig fjalla á um sjálfsvíg á ábyrgan hátt. Þessar ráðleggingar hafa nú verið þýddar af Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna, og staðfærðar fyrir Ísland. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu embættis landlæknis, hér. Íslenskar ráðleggingar til fjölmiðla Íslensku ráðleggingarnar voru unnar í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands (BÍ), fjölmiðlafólk og við helstu sérfræðinga landsins í sjálfsvígsfræðum. Í íslensku útgáfunni eru viðaukar, með tillögum að orðalagi til að nota í texta og til að láta fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg, listi yfir stuðningsúrræði og fleira. Einnig var fenginn til landsins í tengslum við þessa vinnu helsti sérfræðingur heims um málefnið, Dr. Thomas Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vínarborg. Hann hélt erindi fyrir blaðamenn í húsakynnum BÍ, í september 2024. Hann flutti þar stuttan fyrirlestur, Media and suicide – from Werther to Papageno effects, og í framhaldinu var samtal um málefnið. Íslenska útgáfa ráðlegginganna getur nýst fjölmiðlafólki í störfum sínum en einnig mun efnið nýtast í grunnnám í fjölmiðlun og blaðamennsku við háskóla á Íslandi. Leiðbeiningarnar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg Mælt er með að: Veita nákvæmar upplýsingar um hvar er hægt að leita hjálpar vegna sjálfsvígshugsana. Fræða almenning um staðreyndir um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir sem byggðar eru á nákvæmum upplýsingum. Birta fréttir um hvernig er hægt að takast á við streituvalda í lífinu og/eða sjálfsvígshugsanir og mikilvægi þess að leita hjálpar. Nota yfirvegað orðalag í fyrirsögnum. Gæta sérstakrar varúðar þegar fjallað er um sjálfsvíg þekktra einstaklinga. Gæta varúðar þegar tekin eru viðtöl við aðstandendur, vini eða einstaklinga með reynslu af sjálfsvígum. Hafa í huga að fjölmiðlafólk getur sjálft orðið fyrir áhrifum af því að fjalla um sjálfsvíg. Forðast ætti að: Lýsa aðferðinni sem var notuð. Nefna eða gefa upplýsingar um staðinn/staðsetninguna. Fjalla um einstök atriði sjálfsvígsbréfa. Einfalda ástæðuna fyrir sjálfsvígi eða tilgreina einhvern einn orsakavald. Nota ljósmyndir, myndbandsupptökur, hljóðupptökur eða tengla á vefmiðla eða samfélagsmiðla. Nota orðalag/inntak sem vekur mikla athygli, gefur rómantískan blæ eða normaliserar sjálfsvíg (lýsir því sem eðlilegu fyrirbæri) eða sýnir það sem raunhæfa lausn á vandamálum. Hafa sjálfsvígstengt efni sem aðalfrétt eða endurtaka slíkar frásagnir að óþörfu. Erum við öll fjölmiðlar? Einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki sem ekki starfa undir nafni fjölmiðils eða ritstjórnar en tjá sig um viðkvæm málefni eins og sjálfsvíg á samfélagsmiðlum þurfa að þekkja þessar ráðleggingar. Það má nefnilega segja að við séum öll ritstjórar á okkar eigin miðlum. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa mjög marga fylgjendur, áhrifavalda, þáttastjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum t.d. á vettvangi stjórnmála þar sem ummæli þeirra rata oftar en ekki í fjölmiðla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk muni ráðleggingarnar en það að vita af þeim og hvar má fletta þeim upp er góð byrjun. Mýtan um að forðast eigi að tala eða skrifa um sjálfsvíg er lífsseig. Nú vitum við betur. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að móta skilning almennings á sjálfsvígum. Með því að hafa að leiðarljósi leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg geta blaðamenn og fjölmiðlar hjálpað til við að draga úr fordómum, dregið úr sjálfsvígum og leiðbeint einstaklingum í átt að lífsbjargandi úrræðum og stuðningi. Íslensk rannsókn Rannsókn Dr. Tómasar Kristjánssonar á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sjálfsvíg á árunum 2019 - 2023 sýnir að umfjöllunin hefur farið batnandi þótt enn megi gera betur. Sérstaklega eru tækifæri til þess að bæta umfjöllun um sjálfsvíg frægra erlendra einstaklinga. Almennt standa íslenskir fjölmiðlar sig vel sé miðað við tilmæli embættis landlæknis og tilmæli WHO um ábyrga umfjöllun fjölmiðla. Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, heldur utan um nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Áætlunin gildir frá 2025 – 2030 og er Lífsbrú ábyrg fyrir framvindu vinnunnar. Aðgerð 4.1 felur í sér að tryggja aðgengi fjölmiðla að leiðbeiningum um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg, sjá nýtt mælaborð á heimasíðu embættis landlæknis. Seinna á þessu ári er stefnan að loka þeirri aðgerð. Ráðleggingarnar eru til og unnið er markvisst að kynningu á þeim. Í Gulum september verður lögð sérstök áhersla á að efla þekkingu almennings á ráðleggingunum sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og einnig á vef Blaðamannafélags Íslands, hér. Höfundar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis. Dr. Tómas Kristjánsson, í fagráði embættis landlæknis um sjálfsvígsforvarnir og lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Staða þekkingar Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á þeim áhrifum sem umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum getur haft á frekari þróun sjálfsvíga. Við rannsóknir eru skoðaðar fréttir og frásagnir sem tengjast sjálfsvígum og borin saman sjálfsvígstíðni í kjölfarið. Rannsakendur komu fyrr auga á að ákveðin framsetning, upplýsingar eða túlkun á sjálfsvígi gæti aukið tíðni sjálfsvíga. Skýrasta dæmið um þetta er eftir umfjöllun um sjálfsvíg þekktra einstaklinga þar sem kom fram lýsing á aðferð sjálfsvígs, þá urðu fleiri og sambærileg sjálfsvíg í kjölfarið. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við sögupersónu í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif.‘‘ Jákvæð og nýrri þekking sýnir að umfjöllun um sjálfsvíg þar sem bent er á uppbyggilegar leiðir til sjálfshjálpar og stuðningsúrræði geta dregið úr tíðni sjálfsvíga. Ábyrg umfjöllun af þessu tagi eru kölluð „Papageno-áhrif,“ nefnd eftir sögupersónu í óperunni Töfraflautan eftir Mozart. Papageno íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar leiðir. Gott dæmi um þessi áhrif er lagið 1-800-273-8255 sem varð vinsælt í Bandaríkjunum árið 2017. Nafn lagsins vísar í símanúmer hjálparsíma og texti lagsins fjallar um að það sé alltaf hjálp að fá. Marktæk fækkun sjálfsvíga varð í kjölfar þess að þetta lag varð vinsælt. Lýðheilsuvandi Sjálfsvíg eru stór lýðheilsuvandi en á heimsvísu deyja yfir 720.000 manns á ári í sjálfsvígum. Á Íslandi hefur að meðaltali dáið 41 einstaklingur í sjálfsvígi á ári, undanfarin áratug. Hvert sjálfsvíg skilur eftir sig mikla sorg meðal fjölskyldu og vina en talið er að gáruáhrif sorgar og krefjandi tilfinninga nái langt út fyrir nærumhverfi þess látna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) Byggt á gagnreyndri þekkingu hefur WHO gefið út handbók um sjálfsvígsforvarnir; Life Live. Ein af lykilaðgerðunum í þessari handbók til að sporna við sjálfsvígum á heimsvísu er að vinna þétt með fjölmiðlum og tryggja ábyrga umfjöllun um þetta flókna viðfangsefni. WHO hefur einnig sett saman ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk um hvernig fjalla á um sjálfsvíg á ábyrgan hátt. Þessar ráðleggingar hafa nú verið þýddar af Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna, og staðfærðar fyrir Ísland. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu embættis landlæknis, hér. Íslenskar ráðleggingar til fjölmiðla Íslensku ráðleggingarnar voru unnar í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands (BÍ), fjölmiðlafólk og við helstu sérfræðinga landsins í sjálfsvígsfræðum. Í íslensku útgáfunni eru viðaukar, með tillögum að orðalagi til að nota í texta og til að láta fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg, listi yfir stuðningsúrræði og fleira. Einnig var fenginn til landsins í tengslum við þessa vinnu helsti sérfræðingur heims um málefnið, Dr. Thomas Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vínarborg. Hann hélt erindi fyrir blaðamenn í húsakynnum BÍ, í september 2024. Hann flutti þar stuttan fyrirlestur, Media and suicide – from Werther to Papageno effects, og í framhaldinu var samtal um málefnið. Íslenska útgáfa ráðlegginganna getur nýst fjölmiðlafólki í störfum sínum en einnig mun efnið nýtast í grunnnám í fjölmiðlun og blaðamennsku við háskóla á Íslandi. Leiðbeiningarnar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg Mælt er með að: Veita nákvæmar upplýsingar um hvar er hægt að leita hjálpar vegna sjálfsvígshugsana. Fræða almenning um staðreyndir um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir sem byggðar eru á nákvæmum upplýsingum. Birta fréttir um hvernig er hægt að takast á við streituvalda í lífinu og/eða sjálfsvígshugsanir og mikilvægi þess að leita hjálpar. Nota yfirvegað orðalag í fyrirsögnum. Gæta sérstakrar varúðar þegar fjallað er um sjálfsvíg þekktra einstaklinga. Gæta varúðar þegar tekin eru viðtöl við aðstandendur, vini eða einstaklinga með reynslu af sjálfsvígum. Hafa í huga að fjölmiðlafólk getur sjálft orðið fyrir áhrifum af því að fjalla um sjálfsvíg. Forðast ætti að: Lýsa aðferðinni sem var notuð. Nefna eða gefa upplýsingar um staðinn/staðsetninguna. Fjalla um einstök atriði sjálfsvígsbréfa. Einfalda ástæðuna fyrir sjálfsvígi eða tilgreina einhvern einn orsakavald. Nota ljósmyndir, myndbandsupptökur, hljóðupptökur eða tengla á vefmiðla eða samfélagsmiðla. Nota orðalag/inntak sem vekur mikla athygli, gefur rómantískan blæ eða normaliserar sjálfsvíg (lýsir því sem eðlilegu fyrirbæri) eða sýnir það sem raunhæfa lausn á vandamálum. Hafa sjálfsvígstengt efni sem aðalfrétt eða endurtaka slíkar frásagnir að óþörfu. Erum við öll fjölmiðlar? Einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki sem ekki starfa undir nafni fjölmiðils eða ritstjórnar en tjá sig um viðkvæm málefni eins og sjálfsvíg á samfélagsmiðlum þurfa að þekkja þessar ráðleggingar. Það má nefnilega segja að við séum öll ritstjórar á okkar eigin miðlum. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa mjög marga fylgjendur, áhrifavalda, þáttastjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum t.d. á vettvangi stjórnmála þar sem ummæli þeirra rata oftar en ekki í fjölmiðla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk muni ráðleggingarnar en það að vita af þeim og hvar má fletta þeim upp er góð byrjun. Mýtan um að forðast eigi að tala eða skrifa um sjálfsvíg er lífsseig. Nú vitum við betur. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að móta skilning almennings á sjálfsvígum. Með því að hafa að leiðarljósi leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg geta blaðamenn og fjölmiðlar hjálpað til við að draga úr fordómum, dregið úr sjálfsvígum og leiðbeint einstaklingum í átt að lífsbjargandi úrræðum og stuðningi. Íslensk rannsókn Rannsókn Dr. Tómasar Kristjánssonar á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sjálfsvíg á árunum 2019 - 2023 sýnir að umfjöllunin hefur farið batnandi þótt enn megi gera betur. Sérstaklega eru tækifæri til þess að bæta umfjöllun um sjálfsvíg frægra erlendra einstaklinga. Almennt standa íslenskir fjölmiðlar sig vel sé miðað við tilmæli embættis landlæknis og tilmæli WHO um ábyrga umfjöllun fjölmiðla. Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, heldur utan um nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Áætlunin gildir frá 2025 – 2030 og er Lífsbrú ábyrg fyrir framvindu vinnunnar. Aðgerð 4.1 felur í sér að tryggja aðgengi fjölmiðla að leiðbeiningum um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg, sjá nýtt mælaborð á heimasíðu embættis landlæknis. Seinna á þessu ári er stefnan að loka þeirri aðgerð. Ráðleggingarnar eru til og unnið er markvisst að kynningu á þeim. Í Gulum september verður lögð sérstök áhersla á að efla þekkingu almennings á ráðleggingunum sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og einnig á vef Blaðamannafélags Íslands, hér. Höfundar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis. Dr. Tómas Kristjánsson, í fagráði embættis landlæknis um sjálfsvígsforvarnir og lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun