Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar 4. september 2025 11:01 Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun