Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 09:06 Írski handritshöfundurinn Graham Linehan í bol sem á stendur „Trans konur eru ekki konur“. Hann hefur sjálfur sagt að þessar skoðanir hans hafi heltekið líf hans, kostað hann verkefni og bundið enda á hjónaband hans. AP/Lucy North/PA Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda. Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda.
Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira