Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2025 15:03 Craig Pedersen faðmar Ægi Þór Steinarsson eftir leikinn gegn Frakklandi. vísir/hulda margrét Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira