„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 23:41 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Lýður valberg Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Sérstök ráðstefna fór fram í morgun þar sem fimm ár eru liðin frá þessum voveiflega atburði. Þar tóku fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ýmsir aðilar til máls og var farið yfri þær breytingar sem hafa verið gerðir til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. HMS hefur til að mynda lagt fram þrettán tillögur í kjölfar brunans en tólf af þeim hafa nú tekið gildi eða eru í vinnslu. „Þetta eru tillögur sem snúa mikið að brunaöryggi og endurskoðun á byggingarregluverki. Til dæmis eitt verkefni sem við fórum í var vitundarvakning almennings um brunavarnir. Við sýndum til dæmis fram á mælanlegar niðurstöður eins og að í dag eru um 96 prósent landsmanna með reykskynjara á sínum heimilum. Það er eitt að setja regluverk. Hitt er að tryggja eftirfylgni með regluverkinu.“ Eina tillaga HMS sem er með öllu útistandandi er þrettánda tillagan sem segir til um að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. „Já ég held að það hafi verið skýr áskorun um það í dag að tillögu þrettán yrði komið til framkvæmda,“ segir Regína. „Það er eitthvað sem við erum tilbúin að skoða. Það er ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi. Þetta er gamalt kerfi og hefur reynst okkur á margan veg vel. Það hefur kannski skort á hvata að fylgja eftir öryggismálum sem auðvitað kom í ljós í þessum hræðilega atburði að væru ekki í lagi. Allar þjóðirnar í kringum okkur eru með fyrirkomulag um brunatryggingar. Þar sem að eru ekki skyldutryggingar hafa tryggingaraðilarnir sjálfir eftirlit með því hvert ástand húsnæðisins er. Við þurfum að skoða hvernig við getum komið því við í okkar kerfi,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ábyrgð eigenda mikla. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tryggingar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira