Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 09:45 Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira