Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. september 2025 11:16 Sigurjón segir að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda ættu að koma hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá. Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“ Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í vikunni birtist svar frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um lundaveiði, þar sem spurt var meðal annars hversu stór lundastofninn væri og hvernig hann hefði sveiflast undanfarin 30 ár. Í svarinu segir að varpstofninn hafi verið metinn 5.970.000 fuglar árið 1992, en 3.258.000 2022. Nýliðun hafi dregist saman frá 1995, en aukist síðasta áratuginn. Veiði dregist saman Þar segir einnig að uppgefin veiði á lunda hafi dregist saman og sé nú um 20-35 þúsund fuglar á hverju ári. Veiðiálagið sé ekki mikið miðað við heildarstofnstærð lunda, en eðlilegra væri að meta veiðiálagið á þann hluta stofnsins sem helst veiðist í háf, 2-4 ára ungfugl. Stofninn þoli líklega ekki meira en 4-5 prósent veiðiálag á 2-4 ára ungfugli við bestu aðstæður samkvæmt greiningu erlendra sérfræðinga. Samkvæmt greiningunni er veiðiálagið á þessa fugla undir tíu prósentum í dag, en ekki kom fram hversu mikið undir. Lundinn sé langlífur, með hæga viðkomu og með afar hægan stofnvöxt jafnvel við bestu skilyrði. Órökstuddar fullyrðingar um ofveiði Sigurjón Þórðarson segir að hann hafi beint fyrirspurn sinni að ráðherra í ljósi áforma sem uppi eru um að draga enn frekar úr veiðum. Svörin sem hann hafi fengið hafi gefið til kynna að dregið hafi verulega úr veiðum undanfarin ár. „Ekki er veitt nema um 20 til 35 þús lundar árlega úr stofni sem telur margar milljónir fugla. Til samanburðar þá voru veiddir 100.000 til 200.000 svartfuglar í Skagafirði einum árlega um miðja síðustu öld.“ Hann hafi kynnt sér skýrslu sem lögð var til grundvallar málsins, þar sem fram hafi komið órökstuddar fullyrðingar um að mild ofveiði hafi staðið yfir á lunda um aldir. „Í samantektinni er veiðum ekki einum kennt um samdrátt á lundastofninum heldur einnig fæðuskorti á ungatíma. Í sjálfu sér er það undarlegt að ætla að dýrastofn geti stækkað sem glímir við fæðuskort.“ „Þegar farið er yfir málið þá blasir við að þeir sem beita sér fyrir að þrengt sé að veiðum gera það miklu frekar á grundvelli neikvæðrar afstöðu til veiða eða Walt Disneylíffræði þar sem dýr eru persónugerð. Það er afar langsótt að lundastofninn sé í raunverulegri hættu og að veiðarnar hafi umtalsverð áhrif á stofninn.“ „Það er miklu heiðarlegra að þeir sem eru andvígir veiðum á lunda komi hreint fram í stað þess að skálda upp einhverja náttúruvá.“
Flokkur fólksins Fuglar Dýr Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira