Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar 7. september 2025 07:01 Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun