Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. september 2025 07:01 Nú um helgina fór fram víða á landinu einn stærsti og áhrifamesti þjóðfundur um málefni Palestínu frá upphafi. Yfir 180 stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög stigu þar saman fram og kröfðust aðgerða til að binda enda á það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað með yfirstandandi þjóðarmorði í Palestínu. Skilaboðin voru skýr: Tími orða er liðinn – nú er tími aðgerða. Ísrael verður knúið til að virða mannréttindi Palestínumanna og stöðva þjóðarmorðið, þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán. Virða verður ófrávíkjanlegan rétt Palestínumanna til ríkis, lífs og mannréttinda, rétt sem Ísrael neitar að viðurkenna og brýtur gegn á hverjum degi. Eitt stéttarfélag ákvað þó að standa utan við þennan sögulega viðburð. Vissulega hafa stéttarfélög rétt til að ákveða eigin þátttöku. En þegar um er að ræða baráttu gegn þjóðarmorði, þar sem lagaleg og siðferðileg skylda allra er að aðhafast, þá verður þögnin og fjarveran að pólitískri afstöðu. Í stað þess að sýna samstöðu með kúguðu fólki ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að gefa út yfirlýsingu sem opinberar bæði vanþekkingu og hugmyndafræði sem sprettur beint úr nýlendustefnu og hinu svokallaða hvíta bjargvættarheilkenni (e. White Savior complex). Í yfirlýsingunni segir m.a.: “Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.” Þetta orðalag felur fyrst og fremst í sér að Félagið setur aðgang og starfsskilyrði íslenskra hjúkrunarfræðinga í forgang fremur en líf og réttindi Palestínumanna. Það er dæmigerð birtingarmynd hvíta bjargvættarheilkennisins: að hagsmunir þeirra sem koma utan frá séu settir ofar en ákall kúgaðs fólks um samstöðu og aðgerðir. Þessi afstaða er óásættanleg; nú er fyrsta og brýnasta verkefnið að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum aðgerðum. Þessi afstaða FÍH er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg. Þegar stéttarfélag sem á að standa vörð um siðferðileg gildi og réttlæti kýs að draga sig til baka og réttlæta það með slíku orðalagi, þá verður það að pólitískri yfirlýsingu um að hagsmunir eigin ímyndar og stöðu séu mikilvægari en líf tugþúsunda barna og fjölskyldna sem upplifa loftárásir, sprengjur og svelti. Við skulum ekki gleyma því að í dag eru heilbrigðisstarfsmenn í Palestínu sjálfir skotmörk. Sjúkrahús eru sprengd, læknar og hjúkrunarfræðingar myrtir í vinnu sinni. Það er kaldhæðnislegt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísi til eigin starfsemi á átakasvæðum á sama tíma og það neitar að sýna í verki þá grundvallarsamstöðu sem starfsstéttin á að byggja á: að verja líf og mannréttindi. Afstaðan er varhugaverð af mörgum ástæðum: Í fyrsta lagi er þetta hrokafull afstaða gagnvart Palestínufólkinu sjálfu og byggir á fordómum og yfirgengilegum hroka. Palestínsk samtök, félagasamtök og borgarasamfélagið hafa ítrekað kallað eftir aðgerðum, sniðgöngu og slitum á stjórnmálasambandi sem helsta friðsamlega leiðin til að knýja Ísrael til ábyrgðar. Þegar við, sérstaklega sem hvítir Vesturlandabúar, þykjumst vita betur en fólkið sem býr við kúgunina sjálfa, þá erum við ekki að sýna samstöðu heldur yfirgang og nýlenduhroka. Það er ekki okkar hlutverk að endurskilgreina baráttu kúgaðs fólks; það er okkar skylda að hlusta og styðja. Í öðru lagi normaliserar það glæpi gegn mannkyninu. Með því að hafna þátttöku í aðgerðum gegn þjóðarmorði sendir félagið þau skilaboð að slíkar aðstæður séu bara „önnur hlið á deilu“, í stað þess að viðurkenna þá raun sem alþjóðalög og helstu sérfræðingar í þjóðarmorðum hafa sagt: Þetta er þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir, arðrán, landrán. Í þriðja lagi endurskapar það nýlenduhugsunina. Yfirlýsingin er dæmigerð fyrir White Savior complex: að hagsmunir, í þessu tilviki íslenskra hjúkrunarfræðinga, séu settir í forgang fram yfir raddir og þjáningar kúgaðs fólks. Þannig er boðskapurinn í raun: „Við hjálpum aðeins ef við fáum sjálf aðgang.“ Það er skilyrt samviska sem byggir á forréttindum. Í fjórða lagi grefur þetta undan alþjóðlegri samstöðu. Þegar eitt stéttarfélag tekur þessa stöðu veikist samstaðan sem 180 önnur félög stóðu vörð um. Þannig er hrópað inn í raðir þeirra sem enn eru hikandi: „Það er í lagi að gera ekki neitt.“ Og það er nákvæmlega sú afstaða sem Ísrael og bandamenn þess byggja á, að heimurinn muni líta undan á meðan þjóðarmorð á sér stað. Sagan hefur kennt okkur að þögn og hlutleysi í aðstæðum þjóðarmorðs er aldrei hlutlaus afstaða. Hún er meðvirkni. Hún er samsekt. Í dag verðum við að spyrja: vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar í alvöru standa þeim megin sögunnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú um helgina fór fram víða á landinu einn stærsti og áhrifamesti þjóðfundur um málefni Palestínu frá upphafi. Yfir 180 stéttarfélög, trúfélög, lífsskoðunarfélög og önnur almannaheillafélög stigu þar saman fram og kröfðust aðgerða til að binda enda á það hörmulega ástand sem Ísrael hefur skapað með yfirstandandi þjóðarmorði í Palestínu. Skilaboðin voru skýr: Tími orða er liðinn – nú er tími aðgerða. Ísrael verður knúið til að virða mannréttindi Palestínumanna og stöðva þjóðarmorðið, þjóðernishreinsanir, arðrán og landrán. Virða verður ófrávíkjanlegan rétt Palestínumanna til ríkis, lífs og mannréttinda, rétt sem Ísrael neitar að viðurkenna og brýtur gegn á hverjum degi. Eitt stéttarfélag ákvað þó að standa utan við þennan sögulega viðburð. Vissulega hafa stéttarfélög rétt til að ákveða eigin þátttöku. En þegar um er að ræða baráttu gegn þjóðarmorði, þar sem lagaleg og siðferðileg skylda allra er að aðhafast, þá verður þögnin og fjarveran að pólitískri afstöðu. Í stað þess að sýna samstöðu með kúguðu fólki ákvað Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að gefa út yfirlýsingu sem opinberar bæði vanþekkingu og hugmyndafræði sem sprettur beint úr nýlendustefnu og hinu svokallaða hvíta bjargvættarheilkenni (e. White Savior complex). Í yfirlýsingunni segir m.a.: “Íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa á átakasvæðum um allan heim, þar á meðal á Gaza. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun ekki grípa til aðgerða sem geta hugsanlega komið í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar fái aðgang að svæði þar sem þeirra er þörf.” Þetta orðalag felur fyrst og fremst í sér að Félagið setur aðgang og starfsskilyrði íslenskra hjúkrunarfræðinga í forgang fremur en líf og réttindi Palestínumanna. Það er dæmigerð birtingarmynd hvíta bjargvættarheilkennisins: að hagsmunir þeirra sem koma utan frá séu settir ofar en ákall kúgaðs fólks um samstöðu og aðgerðir. Þessi afstaða er óásættanleg; nú er fyrsta og brýnasta verkefnið að stöðva þjóðarmorðið með öllum tiltækum aðgerðum. Þessi afstaða FÍH er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg. Þegar stéttarfélag sem á að standa vörð um siðferðileg gildi og réttlæti kýs að draga sig til baka og réttlæta það með slíku orðalagi, þá verður það að pólitískri yfirlýsingu um að hagsmunir eigin ímyndar og stöðu séu mikilvægari en líf tugþúsunda barna og fjölskyldna sem upplifa loftárásir, sprengjur og svelti. Við skulum ekki gleyma því að í dag eru heilbrigðisstarfsmenn í Palestínu sjálfir skotmörk. Sjúkrahús eru sprengd, læknar og hjúkrunarfræðingar myrtir í vinnu sinni. Það er kaldhæðnislegt að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísi til eigin starfsemi á átakasvæðum á sama tíma og það neitar að sýna í verki þá grundvallarsamstöðu sem starfsstéttin á að byggja á: að verja líf og mannréttindi. Afstaðan er varhugaverð af mörgum ástæðum: Í fyrsta lagi er þetta hrokafull afstaða gagnvart Palestínufólkinu sjálfu og byggir á fordómum og yfirgengilegum hroka. Palestínsk samtök, félagasamtök og borgarasamfélagið hafa ítrekað kallað eftir aðgerðum, sniðgöngu og slitum á stjórnmálasambandi sem helsta friðsamlega leiðin til að knýja Ísrael til ábyrgðar. Þegar við, sérstaklega sem hvítir Vesturlandabúar, þykjumst vita betur en fólkið sem býr við kúgunina sjálfa, þá erum við ekki að sýna samstöðu heldur yfirgang og nýlenduhroka. Það er ekki okkar hlutverk að endurskilgreina baráttu kúgaðs fólks; það er okkar skylda að hlusta og styðja. Í öðru lagi normaliserar það glæpi gegn mannkyninu. Með því að hafna þátttöku í aðgerðum gegn þjóðarmorði sendir félagið þau skilaboð að slíkar aðstæður séu bara „önnur hlið á deilu“, í stað þess að viðurkenna þá raun sem alþjóðalög og helstu sérfræðingar í þjóðarmorðum hafa sagt: Þetta er þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir, arðrán, landrán. Í þriðja lagi endurskapar það nýlenduhugsunina. Yfirlýsingin er dæmigerð fyrir White Savior complex: að hagsmunir, í þessu tilviki íslenskra hjúkrunarfræðinga, séu settir í forgang fram yfir raddir og þjáningar kúgaðs fólks. Þannig er boðskapurinn í raun: „Við hjálpum aðeins ef við fáum sjálf aðgang.“ Það er skilyrt samviska sem byggir á forréttindum. Í fjórða lagi grefur þetta undan alþjóðlegri samstöðu. Þegar eitt stéttarfélag tekur þessa stöðu veikist samstaðan sem 180 önnur félög stóðu vörð um. Þannig er hrópað inn í raðir þeirra sem enn eru hikandi: „Það er í lagi að gera ekki neitt.“ Og það er nákvæmlega sú afstaða sem Ísrael og bandamenn þess byggja á, að heimurinn muni líta undan á meðan þjóðarmorð á sér stað. Sagan hefur kennt okkur að þögn og hlutleysi í aðstæðum þjóðarmorðs er aldrei hlutlaus afstaða. Hún er meðvirkni. Hún er samsekt. Í dag verðum við að spyrja: vilja íslenskir hjúkrunarfræðingar í alvöru standa þeim megin sögunnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun