Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2025 15:33 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði. Vísir/Arnar Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Verkalýðsfélögin tvö segja að þeim hafi jafnframt „borist vísbendingar um að félagsfólki okkar hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi á vinnustaðnum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Afli or RSÍ. Þar er sagt óásættanlegt að venjulegt starfsfólk upplifi þrýsting eða afskipti sem geti haft áhrif á skoðun þeirra á deilunni. „Við krefjumst þess að þessum afskiptum verði hætt strax og að stjórnendur einbeiti sér frekar að því að koma að samningaborðinu með tilboð sem felur í sér sömu launahækkanir og tryggðar hafa verið í öðrum stóriðjum á Íslandi á næstu árum.“ Kjaraviðræður Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði við Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa staðið yfir án árangurs frá því í desember. Hafa um 400 starfsmenn álversins verið án starfssamnings síðan í febrúar. Undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfall stendur nú yfir og á Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, von á því að niðurstaða liggi fyrir innan tveggja vikna. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að enn væri nokkuð langt á milli aðila. Vonbrigði að viðræður hafi ekki enn borið árangur Alcoa Fjarðaál segir stjórnendur fyrirtækisins vonsvikna yfir því að stéttarfélögin hafi hafnað síðustu tveimur tilboðum þess, sem þeir telji að „hefðu skilað sanngjarnri niðurstöðu og tryggt starfsfólki samkeppnishæf laun.“ Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um ásakanir um óeðlileg afskipti stjórnenda. „Við kunnum ríkissáttasemjara bestu þakkir fyrir sína vinnu við að færa samningaviðræðurnar áfram. Stéttarfélögin hafa tilkynnt að undirbúningur sé hafinn fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall. Við virðum lögbundin réttindi starfsfólks í þessu ferli og erum áfram reiðubúin til opins samtals til að leita sameiginlegrar lausnar,“ segir í svari Alcoa. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Alcoa Fjarðaáli.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fjarðabyggð Áliðnaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7. september 2025 22:01
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 5. september 2025 17:28