Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. september 2025 10:00 Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar