Fótbolti

„Saga sem verður sögð síðar“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alexander Isak kom inn af varamannabekk Svíþjóðar í gær og spilaði þar sinn fyrsta leik síðan í maí.
Alexander Isak kom inn af varamannabekk Svíþjóðar í gær og spilaði þar sinn fyrsta leik síðan í maí. Timothy Rogers/Getty Images

Alexander Isak spilaði sinn fyrsta leik síðan á síðasta tímabili í gærkvöldi, hann ræddi við blaðamenn eftir á og sagðist ánægður með að vera loks orðinn leikmaður Liverpool, en var ekki tilbúinn að ræða nánar ósætti sitt við Newcastle.

„Það sjá ekki allir heildarmyndina, en það er saga sem verður sögð síðar. Ég get ekki stjórnað öllu sem er sagt og skrifað en ég er ánægður með að vera orðinn leikmaður Liverpool“ sagði Isak eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan á síðasta tímabili í gær.

Hann tók engan þátt í undirbúningstímabili Newcastle og fékk ekki að koma inn á í leik Svíþjóðar gegn Slóveníu síðasta föstudag.

„Hann náði bara þremur æfingum með liðinu“ sagði sænski þjálfarinn Jon Dahl Tomasson.

Framherjinn steig svo loks inn á völl í gær, á 72. mínútu gegn Kósovó og spilaði því um tuttugu mínútur í 2-0 tapi Svíþjóðar. Hann tók þrjú skot, tvö sem rötuðu á markið og fékk gult spjald fyrir samstuð við Fidan Aliti frá Kósovó.

„Það er frábært að hafa gengið frá félagaskiptum fyrir þetta landsleikjahlé svo ég gæti einbeitt mér að fótboltanum aftur. Þetta eru ekki aðstæður sem ég er vanur að vera í, en maður lærir af þessu og þroskast andlega í leiðinni“ sagði Isak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×