Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. september 2025 12:01 Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Hagsmunir stúdenta Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun